Þorsteinn Leó Gunnarsson (Hugo Segato / DPPI via AFP)
Þorsteinn Leó Gunnarsson mætti til leiks á Evrópumótið í síðasta leik eftir meiðsli sem hann hlaut í leik með Porto í Evrópudeildinni fyrir áramót. Í fyrstu var það talið að Þorsteinn Leó gæti ekki leikið með Íslandi á EM en endurhæfingin gekk betur en menn þorðu að vona. Snorri Steinn valdi Þorstein Leó í hópinn fyrir Króatíu leikinn og kom Þorsteinn Leó við sögu í nokkrar sekúndur er stillt var upp fyrir hann úr aukakasti en skot Þorsteins fór yfir markið. Í viðtali við MBL.is segir Þorsteinn Leó að forráðamenn portúgalska liðsins Porto höfðu haft lítinn áhuga á að Þorsteinn Leó færi á Evrópumótið með íslenska landsliðinu. ,,Þeir vildu alls ekki að ég færi. Það getur náttúrulega verið hættulegt að spila svona snemma og þetta getur rifnað aftur. Þeir vilja hafa hættuna sem minnsta og ég skil þeirra hlið á þessu 100 prósent,“ sagði Þorsteinn við mbl.is. Þorsteinn Leó segir ennfremur að það mætti orða það þannig að hann hafi verið tilbúinn að fórna sér fyrir íslenska landsliðið. ,,Maður gerir allt til að spila með landsliðinu og að vera heill til að ná landsleikjum,“ sagði hann

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.