Svíar kjöldregnir í Malmö
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viggó Kristjánsson átti svo gott sem fullkominn leik í dag (Kristinn Steinn Traustason)

Ísland vann stórbrotinn sigur á Svíþjóð fyrir framan troðfulla höll í Malmö 35-27.

Íslenska liðið var með bakið upp við vegg fyrir leikinn í dag eftir eins marks tap fyrir Króötum. Strákarnir mættu mjög sannfærandi til leiks og var íslenska liðið með frumkvæðið allan tímann og voru fljótt komnir í 14-8 eftir um 20 mínútur. Þá tók Viggó Kristjánsson gjörsamlega yfir leikinn og skoraði næstu 4 mörk Íslands og staðan í hálfleik 18-12 fyrir strákunum okkar.

Í upphafi síðari hálfleiks kom sænska liðið endurskipulagt til leiks og söxuðu aðeins á forskotið. Eftir um korter voru Svíarnir búnir að minnka muninn í eitt mark en þá tók íslenska liðið við sér aftur og jók muninn.

Svíarnir virtust engin svör hafa við leik íslenska liðsins og fyrir stjörnu frammistöðu Viggó Kristjánssonar og frábærs varnarleiks íslenska liðsins tóku strákarnir okkar öll völd á síðustu 10 mínútum leiksins og gengu alveg frá Svíunum. Frábær 8 marka sigur íslenska liðsins.

Markaskor Íslands:
Viggó Kristjánsson með 11 mörk úr 11 skotum, Bjarki Már Elísson skoraði 6, Óðinn Ríkharðsson skoraði 5, Ómar Ingi Magnússon skoraði 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 3, Janus Daði Smárason og Elliði Snær Viðarsson skoruðu 2 mörk hvor og Arnar Freyr Arnarsson og Haukur Þrastarson skorðu 1 hvor.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórbrotinn leik í íslenska markinu og var með 12 varin skot eða um 31% hlutfallsmarkvörslu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top