Viggó Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Viggo Kristjánsson leikmaður Íslands hefur verið í litlu hlutverki það sem af er Evrópumótsins en kom inn í leikinn í dag og var stórkostlegur með 100% skotnýtingu en Viggó skoraði ellefu mörk í leiknum í dag. Það sem setti smá svartan blett á frammistöðuna hjá Viggó var að hann snéri sig ílla á ökla þegar lítið var eftir af leiknum. Stofan á RÚV spurði Viggó út í stöðuna á honum og hann er bjartsýnn að allt fari vel. ,,Ég snéri mig svolítið ílla þegar tíu mínútur voru eftir en ég á ekki von á öðru en að við kippum því í lag fyrir næsta leik, það er bara kæla vel og þá vonandi reddast þetta." sagði Viggó Kristjánsson við RÚV strax eftir leik Ísland er á toppnum í milliriðlinum sem við leikum í og er þetta aftur komið í okkar hendur en strákarnir okkar mæta Sviss á þriðjudaginn næstkomandi en leikurinn hefst í Malmö klukkan 14:30.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.