EM í dag: Milliriðill 2 galopinn eftir sigra hjá Slóveníu, Íslandi og Króatíu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Strákarnir okkar fögnuðu sigri á Svíþjóð á EM í dag. (Johan Nilsson/TT /AFP)

Slóvenía vann Ungverja í fyrsta leik dagsins 35-32 og eru Slóvenar nú komnir með 4 stig í milliriðli 2. Blaz Janc dró vagninn fyrir Slóvena og skoraði 10 mörk í dag. Með tapinu eru möguleikar Ungverja hinsvegar orðnir að engu en þeir eru einungis með 1 stig eftir jafntefli við Sviss.

Í öðrum leik dagsins vann íslenska liðið stórbrotinn 8 marka sigur á Svíum fyrir framan troðfulla höll í Malmö. Íslenska liðið var komið með bakið upp við vegg eftir tap á móti Króatíu en svaraði svo sannarlega fyrir sig með sigri á Svíum í dag.

Í síðasta leik dagsins mættust svo Sviss og Króatía en Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans héldu möguleikum sínum í mótinu opnum með sigrinum á Íslandi um daginn. Króatarnir voru skrefinu á undan allan tímann í dag og unnu loks 4 marka sigur.

4 lið eru með 4 stig í riðlinum, Ísland, Svíþjóð, Króatía og Slóvenía og eru sætin tvö í undanúrslitum því hvergi örugg fyrir síðustu tvær umferðirnar. Slóvenía og Króatía mætast svo innbyrðis í næstu umferð.

Úrslit dagsins:
Slóvenía - Ungverjaland 35-32
Ísland - Svíþjóð 35-27
Sviss - Króatía 24-28

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top