Verða Garðar Sindra og Alex Dujshebaev liðsfélagar á næsta tímabili?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Talant Dujshebaev Alex Dujshebaev ((Anke Waelischmiller/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)

Það komu óvæntar fréttir erlendis frá í gær að Alex Dujshebaev væri líklega á leið til Þýskalands og var hann orðaður við þýska úrvalsdeildarliðið, Gummersbach þar sem Guðjón Valur Sigurðsson stýrir skútunni.

Gummersbach er sagt vera á höttunum á eftir Alex Dujshebaev en Kiel hefur einnig verið sterklega orðaðir við leikmanninn sem í dag leikur með pólska stórliðinu Kielce ásamt bróður sínum Daniel Dujshebaev sem var um helgina orðaður við króatíska liðið RK Zagreb. Daniel er sagður vera kominn langleiðina með að ganga í raðir króatíska félagsins.

Alex Dujshebaev hefur verið meðal þekktustu vinstri handar leikmanna í handboltaheiminum undanfarin ár en samningur hans við Kielce rennur út næsta sumar. Alex er í eldlínunni á Evrópumótinu um þessar mundir með spænska landsliðinu. 

Alex vann Meistaradeildina með Vardar Skopje árið 2017 en faðir hans Talant Dujshebaev hefur þjálfað Kielce undanfarin ár.

Erlendir handboltasérfræðingar greindu frá því í gær að öll vötn renni til Gummersbach varðandi framtíð Alex en THW Kiel er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum en Kiel hafa verið í umræðunni undanfarna mánuði. 

Á dögunum var greint frá því að Gummersbach hafi nælt sér í Garðar Inga Sindrason leikmann FH og gætu Garðar Ingi og Alex Dujshebaev því orðið liðsfélagar á næsta ári.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top