Snorri Steinn “out coach-aði” Svíana
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (Johan Nilsson/TT / TT NEWS AGENCY / AFP) / Sweden OUT / SWEDEN OUT

Ísland vann ævintýralegan sigur á Svíþjóð í Malmö Arena í dag með átta marka sigri, 35-27 í öðrum leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins.

Stymmi klippari fékk Mosó-brósana Einar Inga Hrafnsson og Ásgeir Jónsson til að gera upp leikinn en hringt var í Sérfræðinginn í upphafi þáttar sem staddur var í Malmö Arena í dag.

,,Varnarleikur Svía hentar okkur töluvert betur en varnarleikur Króata. Austrið hefur verið leiðinlegt við okkur undanfarin ár, hvernig þeir spila sinn þétta varnarleik. Við náum betur að færa Svíana og Gísli Þorgeir er eitthvað annað beast á móti þessum gæjum. Hann kemst alltaf framhjá þeim og þeir eiga ekki séns á móti honum," sagði Einar Ingi Hrafnsson og hélt áfram:

,,Það hentar okkur betur að spila gegn þessum norðurlandaþjóðum og síðan vorum við miklu aggressívari varnarlega heldur en gegn Króötum. Svíar detta í smá gryfju og enda í að vera alltaf að hnoða. Talandi um að Króatarnir hafi “out coach-að” okkur í fyrra, þá “out coach-aði” Snorri Steinn Svíana í þessum leik. Þeir náðu aldrei að núll stilla sig í þessum leik," sagði Einar Ingi og ítrekaði hversu vel það hentar íslenska liðinu að spila gegn 6-0 heldur en 5-1 vörn.

Hægt er að hlusta á uppgjörsþáttinn hér að neðan og á öllum hlaðvarpsveitum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top