Blundar motherfucker í honum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Þrastarson (Tom Weller / AFP)

Haukur Þrastarson var frábær fyrir landsliðið þegar þeir unnu Svíþjóð 35-27 á sunnudaginn og ræddu strákarnir í Handkastinu frammistöðu hans eftir leikinn.

Íslenska landsliðið mætir því svissneska klukkan 14:30 í Malmö í dag í næst síðasta leiknum sínum í milliriðli Evrópumótsins. Ísland dugar að vinna báða sína leiki til að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins.

Haukur kláraði leikinn með sjö löglegar stöðvarnir í leiknum og minntist Styrmir á það að í aðdraganda mótsins hefði það komið þeim á óvart að Haukur væri ekki að spila neina vörn fyrir félagsliðið sitt í Þýskalandi.

Styrmir talaði um að þegar meiðsli eins og komu upp hjá Elvari þá fæddust nýjar stjörnunar og það gerðist svo sannarlega hjá Hauki í dag. ,,Hann komst á kaf inn í framheilann á Lagergren í leiknum og ég held það séu svona 15 kíló farin af Hauki í landsliðstreyjunni eftir frammistöður hans á mótinu til þessa."

Ásgeir tók undir að við höfum öll verið að bíða eftir því að Haukur myndi stíga upp í landsliðstreyjunni. ,,Við sem erum búin að horfa á hann spila handbolta síðan hann var 15 ára vitum að hann er hökru varnarmaður og það sem gerði mest fyrir mig var að sjá áruna yfir honum inná vellinum og hvernig hún smitaðist út í allt liðið."

Styrmir sagðist hafa fyllst stolti heima í stofu þegar hann var farinn að fara enni í enni við leikmenn Svíþjóðar og hlæja í andlitið á þeim. ,,Þegar þú ert farinn að sjá þetta frá Hauki þá veistu að það blundar einhver motherfucker í honum."

Einar Ingi tók undir að þetta væri glænýr vinkill inn í Hauk Þrastarson sem landsliðsmann. ,,Ég var ekki að búast við því fyrir mót að Haukur myndi koma inn í vörnina gegn Svíum og gjörbreyta leiknum og reita menn til reiði og komast inn í hausinn á þeim."

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top