Díana Dögg Magnúsdóttir - Grænland (Ritzau Scanpix / AFP)
Það gengur ekkert hjá Íslendingaliði Blomberg-Lippe í Evrópudeildinni en liðið er enn án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Evrópudeildinni. Liðið tapaði gær á heimavelli gegn danska liðinu Nykøbing, 22-29 eftir að hafa verið 14-16 undir í hálfleik. Landsliðskonan, Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst í liði Blomberg-Lippe í leiknum með sjö mörk en Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði eitt mark í leiknum. Andrea Jacobsen var ekki í leikmannahópi Blomberg-Lippe í leiknum en liðið mætir Nykøbing í Danmörku í næstu umferð riðilsins 7. febrúar. Í millitíðinni leikur liðið tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni en þar er liðið á toppi deildarinnar með 22 stig eftir þrettán leiki en BVB Dortmund er með tveimur stigum minna í 2.sæti deildarinnar. Dortmund á hinsvegar tvo leiki til góða á Blomberg-Lippe.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.