EM í dag: Hnífjafnt milli Noregs og Portúgals
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jonas Wille - Noregur (FRANCOIS LO PRESTI / AFP)

Þrír leikir eru á dagskrá í milliriðli I í dag. Örlög flestra liða þessa riðils geta ráðist miðað við úrslit dagsins og ríkir því mikil spenna í dag.

Fyrsti leikur dagsins lauk nú rétt eftir klukkan fjögur, þar tókust Portugál og Noregur á. Fyrir leik voru bæði lið með 2 stig eftir þrjá leiki og sitja í fjórða og fimmta sæti riðilsins. Mikið var í mun fyrir bæði lið og ljóst að liðið sem myndi ekki sigra leikinn gæti stimplað sig úr mótinu eftir daginn í dag. Leikurinn var hnífjafn og endaði að lokum með jafntefli í miklum markaleik. Liðin deila því stiginu og eru bæði komin í 3 stig.

Þýskaland trónir efst í riðlinum með 6 stig og er því eina von beggja liða að komast í undanúrslit að hafna í öðru sæti riðilsins, Frakkar og Danir eru bæði með 4 stig og eiga bæði eftir að leika í dag. Því er ljóst að fari svo að annarra þessa liða vinni sinn leik í dag eru undanúrslitavonir Norðmanna og Portúgala runnar í sandinn.

Frakkland á leik við Spán og hefst sá leikur klukkan fimm. Spánn þarf á sigri að halda til þess að eiga möguleika á því að komast í undanúrslit, en þurfa að treysta á að danir tapi sínum leik í dag svo vonin lifir út daginn.

Í kvöld klukkan hálf átta mætast Danmörk og Þýskaland. Svo lengi sem að Þýskaland tapi ekki þeim leik eru þeir tryggir í undanúrslit.

Leikir dagsins:
14:30 Portúgal - Noregur 35-35
17:00 Spánn - Frakkland
19:30 Danmörk - Þýskaland

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top