
Nikolaj Jacobsen - Danmörk (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)
Þrír leikir voru á dagskrá í milliriðli I í dag. Síðasti leikur dagsins var milli Danmerkur og Þýskalands. Fyrr í dag höfðu átt sér stað tveir leikir í þeim riðli, Portúgal og Noregur höfðu gert jafntefli í fyrsta leik dagsins og Spánn vann Frakka í þeim seinni. Þriðji og síðasti leikurinn milli Danmerkur og Þýskalands hófst hálf átta. Bæði lið gátu tryggt sig í undanúrslitin með sigri. Önnur lið riðilsins höfðu sömuleiðis hagsmuni á úrslitum leiksins. Með dönskum sigri myndu undanúrslitavonir Noregs, Portúgals og Spánar öll renna í sandinn. Sú reyndist raunin og vann Danmörk fimm marka sigur og er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslitin. Lokaumferð milliriðilsins fer fram næstkomandi miðvikudag og munu öll augu beinast að leik Þýskalands og Frakklands sem verður óformlegur úrslitaleikur um að komast í undanúrslit. Franskur sigur tryggir þeim í undanúrslitin á meðan Þýskaland dugar jafntefli til að komast áfram. Leikir dagsins:
14:30 Portúgal - Noregur 35-35
17:00 Spánn – Frakkland 36-32
19:30 Danmörk – Þýskaland 31-26

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.