Framfarir mótsins fer á óvæntan stað
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarki Már Elísson (Johan Nilsson/TT / TT NEWS AGENCY / AFP)

Ásgeir Jónsson sem var einn af gestum Handkastsins eftir sigur Íslands á Svíum á sunnudaginn í ótrúlegum leik í Malmö Arena vildi tilnefna framfarir mótsins í uppgjörsþættinum sem tekinn var upp í Rapyd stúdó-inu beint eftir leik.

Ísland vann sögulegan átta marka sigur á Svíum, 35-27 þar sem liðið lék á alls oddi. 

,,Ég vil nefna framfarir mótsins sem fer á óvæntan stað. Mér finnst Bjarki Már Elísson hafa bætt sig stórkostlega sem varnarmaður. Auðvitað hefur hann alltaf kunnað að spila vörn en mér finnst hugarfarið hans á þessu móti aðeins öðruvísi. Hann er greinilega að leggja meiri áherslu á þetta andlega, það er rosalega vinnsla í honum og hann er að fórna sér fyrir menn sem maður hefur ekkert alltaf séð hann gera. Fókusinn hefur oft verið mikill á það að stela boltanum og skora og vera markaskorarinn. Risastórt á Bjarka og mér finnst hann hafa staðið sig sjúklega vel og tekið jákvætt skref þar,” sagði Ásgeir um frammistöðu Bjarka heilt yfir í mótinu.

Nánar var rætt um Bjarka og hlutverk hans í liðinu í þættinum.

Ísland mætir Sviss í Malmö Arena í dag klukkan 14:30 í næst síðasta leik sínum í milliriðlinum. Ísland er á toppi riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. Á morgun mætir Ísland síðan Slóveníu á sama tíma.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top