Glímir markvörður Sviss við meiðsli?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Nikola Portner (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Sviss hefur kallað inn nýjan leikmann í leikmannahóp sinn á Evrópumótinu en Ísland mætir Sviss í Malmö Arena klukkan 14:30 í dag.

Andy Schmid þjálfari svissneska landsliðsins hefur kallað inn markvörðinn, Jannis Scheidiger leikmann HC Kriens-Luzern í Sviss en Scheidiger var í eldlínunni í liði Kriens-Luzern gegn Fram í Evrópudeildinni fyrir áramót.

Hvergi kemur þó fram hvort Scheidiger sé kominn inn vegna meiðsla markvarða svissneska landsliðsins en bæði Nikola Portner og Mathieu Seravalli léku í tapi sviss gegn Króatíu í síðustu umferð.

Ekki hefur verið gefið út hvernig leikmannahópur Sviss er skipaður í leiknum í dag en það skýrist klukkutíma fyrir leik.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top