Hvað þarf að gerast svo Ísland komist í undanúrslit?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Johan Nilsson/TT /AFP)

Ísland gerði jafntefli gegn Sviss í dag 38-38 í næsta síðasta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins. Fyrir leikinn var það ljóst að ef Ísland hefði unnið tvo síðustu leiki sína væri liðið komið í undanúrslit mótsins. Staðan er hinsvegar orðin allt önnur eftir jafnteflið.

Hvað þarf að gerast svo Ísland komist í undanúrslit?

Ísland þarf alltaf að vinna Slóveníu í síðasta leik sínum í milliriðlinum á morgun klukkan 14:30. Það dugar hinsvegar ekki einungis og þarf Ísland að treysta á önnur úrslit.

Slóvenía og Króatía mætast klukkan 17 en þar þarf Ísland að treysta því að Slóvenía vinni Króatíu til að fá örlögin aftur í sínar hendur. Slóvenskur sigur dugar og þá er þetta enn í höndum Íslands sem mætir Slóveníu á morgun. Það eru þó aðrir möguleikar í stöðunni.

Ef Króatía vinnur leikinn eða gerir jafntefli við Slóveníu á eftir er einn möguleiki eftir fyrir Ísland til að komast áfram en það yrði þá á kostnað Dags Sigurðssonar og Króatíu. Þá þyrfti Ísland að treysta á sigur Ungverja gegn Króötum í lokaleiknum á morgun en sá leikur fer fram beint á eftir leik Íslands og Slóveníu á morgun.

Króatar myndu þá vita hvað þeir þurfa að gera, ef það verður staðan.

Svíþjóð á eftir tvo leiki, gegn Ungverjum og Svisslendingum, og ef Svíar mistakast að vinna annan hvorn leikinn á Ísland einnig möguleika á að komast áfram á kostnað Svíþjóðar. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top