Ísland ekki unnið þrjá leiki í milliriðli í 10 ár
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Sævar Jónasson)

Danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen hendir fram athyglisverðri staðreynd á samfélagsmiðlum sínum eftir jafntefli Íslands gegn Sviss fyrr í dag. Þar kemur fram að Ísland hefur ekki unnið þrjá leiki í milliriðli í 10 ár.

Á þessum 10 árum hefur liðið tekið þátt í 8 stórmótum og hefur liðið spilað 27 leiki í milliriðli á þeim tíma. Aðeins unnið 10 leiki, gert 1 jafntefli og tapað 16 leikjum.

HM 2019 - 3 leikir - 0 sigrar

EM 2020 - 4 leikir - 1 sigur

HM 2021 - 3 leikir - 0 sigrar

EM 2022 - 4 leikir - 2 sigrar

HM 2023 - 3 leikir - 2 sigrar

EM 2024 - 4 leikir - 2 sigrar

HM 2025 - 3 leikir - 2 sigrar

EM 2026 - 3 leikir hingað til - 1 sigur

Vert er að taka fram að Ísland komst ekki á EM 2016 og 2018 og Ólympíuleikana 2018 og það var enginn milliriðill árið 2017.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top