Ísland (Sævar Jónasson)
Danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen hendir fram athyglisverðri staðreynd á samfélagsmiðlum sínum eftir jafntefli Íslands gegn Sviss fyrr í dag. Þar kemur fram að Ísland hefur ekki unnið þrjá leiki í milliriðli í 10 ár. Á þessum 10 árum hefur liðið tekið þátt í 8 stórmótum og hefur liðið spilað 27 leiki í milliriðli á þeim tíma. Aðeins unnið 10 leiki, gert 1 jafntefli og tapað 16 leikjum. HM 2019 - 3 leikir - 0 sigrar EM 2020 - 4 leikir - 1 sigur HM 2021 - 3 leikir - 0 sigrar EM 2022 - 4 leikir - 2 sigrar HM 2023 - 3 leikir - 2 sigrar EM 2024 - 4 leikir - 2 sigrar HM 2025 - 3 leikir - 2 sigrar EM 2026 - 3 leikir hingað til - 1 sigur Vert er að taka fram að Ísland komst ekki á EM 2016 og 2018 og Ólympíuleikana 2018 og það var enginn milliriðill árið 2017.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.