Hefur áhyggjur ef Slóvenarnir berja íslenska liðið eins og síðast
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi Magnússon (Johan Nilsson/ TT NEWS AGENCY / AFP)

Það voru senur í Rapyd-stúdíóinu í gærkvöldi þegar Handkastið hóf upptökur af uppgjörsþætti sínum eftir jafntefli Íslands gegn Sviss í gær. Upptökurnar hófust í hálfleik í leik Svíþjóðar og Ungverjalands og var öll umræðan um leik Íslands og Sviss lituð af því að Ísland væri ekki lengur með það í hendi sér að tryggja sér í undanúrslitin.

Í miðjum þætti varð það síðan ljóst að Svíþjóð og Ungverjaland gerðu jafntefli og skyndilega var Ísland aftur komið í bílstjórasætið. Ísland mætir Slóveníu í dag klukkan 14:30 og þarf sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslit Evrópumótsins.

Ísland vann sex marka sigur á Slóveníu í æfingamóti í París í aðdraganda Evrópumótsins 32-26 en farið var yfir komandi verkefni í uppgjörsþætti Handkastsins í gær.

,,Við spiluðum gegn Slóveníu í aðdraganda mótsins og unnum þá sannfærandi. Þeir hafa spilað betur en menn þorðu að vona á mótinu. Það voru einhverjir sem höfðu ekki trú á að þeir kæmust upp úr riðlinum. Þeir hafa spilað vel úr sínu með frábæran þjálfara, Uros Zorman sem hefur leist meiðslavandræði þeirra vel. Við unnum þá hinsvegar sannfærandi í Zagreb á HM í fyrra og svo aftur í æfingarleik í París fyrir EM núna. Þeir eru án fjölmargra leikmanna. Við töluðum um að við ættum að vinna Sviss í níu af hverjum tíu leikjum gegn þeim. Hvað eigum við að vinna Slóveníu oft í 10 leikjum?” spurði Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson gest þáttarins, Aðalstein Eyjólfsson sem segir að ekki sé hægt að bera saman Sviss og Slóveníu í reynslu.

,,Það er ekkert langt síðan Slóvenía var reglulega í undanúrslitum á stórmótum með gullkynslóðina sína. Slóvenar eru með miklu meiri kúltúr fyrir handbolta heldur en Sviss. Þeir eiga miðjumenn í heimsklassa í dunkum. Blaz Janc hefur verið frábær í hægri skyttunni og þeir eiga nóg af leikmönnum til að spila en áhyggjurnar sem ég hef eftir að hafa horft á æfingarleikinn gegn þeim í Frakklandi þá vorum við komnir einhverjum 6-7 mörkum yfir gegn þeim en síðan tekur Zorman leikhlé og skilaboðin þar voru skýr: Komið í kjötið á þeim og lemjið þá. Þeir taka fast á okkur í kjölfarið í  einhverjar tíu mínútur og jafna metin á 6-7 mínútum. Þessi leikur verður miklu meiri harka og miklu meiri brot og fleiri ljót brot. Leikurinn gegn Sviss var eins og vináttuleikur á undirbúningstímabili," sagði Aðalsteinn meðal annars.

Um verður að ræða úrslitaleik fyrir bæði lið - því tölfræðilega séð á Slóvenía möguleika á sæti í undanúrslitum. Til þess þurfa þeir að vinna Ísland og treysta á að Sviss vinni Svíþjóð í lokaleik kvöldsins.

,,Þetta verður úrslitaleikur fyrir bæði lið. Slóvenía eiga möguleika á að fara í undanúrslit ef þeir vinna okkur eða þá að fá að spila um 5.sætið og skilja okkur eftir í einskismannslandi. Miðað við vonbrigðin í gær þá á ég ekki von á öðru en að við fáum sterkt viðbragð frá strákunum. Ég held að enginn vilji upplifa aftur svona hjálpleysi í varnarleik og að menn nái ekki upp alvöru stemningu og baráttu. Það er það sem maður svekktastur með en ég held að það verði allt annað upp á teningnum í leiknum gegn Slóveníu."

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top