Ísland - Óðinn Þór Ríkharðsson - Viggó Kristjánsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson eru báðir á lista yfir 20 markahæstu leikmenn Evrópumótsins eftir sex leiki. Sjöundi leikurinn er framundan er sex leikir fara fram á Evrópumótinu í dag þegar lokaumferðirnar í milliriðlunum fara fram. Ísland verður í eldlínunni í dag klukkan 14:30 þegar Strákarnir okkar mæta Slóveníu. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins. Mathias Gidsel og Francisco Costa eru markahæstu leikmenn Evrópumótsins báðir með 47 mörk en Simon Pytlick er ekki langt undan með 45 mörk. Ómar Ingi er 12. markahæstur á Evrópumótinu með 30 mörk ásamt Domen Novak leikmanni Slóveníu og Lenny Rubin leikmanni Sviss. Viggó er í 20. sæti með 27 mörk. Listi yfir markahæstu leikmenn Evrópumótsins má sjá hér að neðan:Sæti Nafn Land Leikir Mörk 1 Mathias Gidsel Danmörk 6 47 2 Francisco Costa Portúgal 6 47 3 Simon Pytlick Danmörk 6 45 4 August Pedersen Noregur 6 43 5 Domen Makuc Slóvenía 6 43 6 Bence Imre Ungverjaland 6 36 7 Blaž Janc Slóvenía 6 33 8 Felix Claar Svíþjóð 6 32 9 Renārs Uščins Þýskaland 6 32 10 Luís Frade Portúgal 6 31 11 Domen Novak Slóvenía 6 30 12 Ómar Ingi Magnússon Ísland 6 30 13 Lenny Rubin Sviss 6 30 14 Giorgi Tskhovrebadze Georgía 3 29 15 Martim Costa Portugal 6 29 16 Emil Jakobsen Danmörk 6 28 17 Miklós Rosta Ungverjaland 6 28 18 Filip Kuzmanovski Norður-Makedónía 3 28 19 Zvonimir Srna Króatía 6 28 20 Viggó Kristjánsson Ísland 6 27

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.