Ísland gæti tryggt sér sæti á HM 2027 í dag
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Johan Nilsson /AFP)

Strákarnir okkar leika þýðingarmikinn leik gegn Slóveníu í lokaumferð milliriðla Evrópumótsins í dag klukkan 14:30 í Malmö Arena. Það er ekki annað hægt að segja en allt sé undir í leiknum því með sigri hefur Ísland tryggt sér bæði sæti í undanúrslitum Evrópumótsins sem og tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári sem fer fram í Þýskalandi.

Fjórar efstu þjóðirnar á EM tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu að undanskildum bæði Danmörku og Þjóðverjum sem hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu. Danir sem ríkjandi heimsmeistarar og Þjóðverjar sem gestgjafar mótsins.

Þar sem ljóst er að bæði Danmörk og Þýskaland munu enda í efstu sex sætum Evrópumótsins er ljóst að leikurinn um 5.sætið á Evrópumótinu í ár mun ekki skera úr um það hvor þjóðin í þeim leik vinni sér sæti á heimsmeistaramótinu eins og oft er.

Það er því orðið ljóst að sex efstu þjóðirnar á EM sleppa við umspil fyrir HM sem fram fer í maí á þessu ári.

Leikjadagskrá dagsins:

14:30 Slóvenía - Ísland (RÚV)
14:30 Spánn - Portúgal (RÚV 2)
17:00 Króatía - Ungverjaland (RÚV)
17:00 Þýskaland - Frakkland (RÚV 2)
19:30 Danmörk - Noregur (RÚV 2)
19:30 Sviss - Svíþjóð (ruv.is og RÚV appið)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top