Elvar skráður í hóp Íslands
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elvar Ásgeirsson (Attila KISBENEDEK / AFP)

Elvar Ásgeirsson hefur verið skráður í íslenska landsliðshópinn á Evrópumótinu. Hann verður þar með gjaldgengur í næstua leik mótsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Handknattleikssambands Evrópu til fjölmiðla í dag. Elvar var skráður til leiks í morgun en tilkynna þarf inn leikmenn fyrir klukkan 9 að morgni leikdags.

Elvar kom til móts við landsliðið fyrir viku eftir að Elvar Örn Jónsson meiddist gegn Ungverjalandi.

Leikmannahópur Íslands fyrir leikinn við Slóvena í dag hefur ekki verið opinberaður og því óvíst hvort Elvar verði í honum. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, opinberar hópinn rúmlega klukkutíma fyrir leik og athyglisvert verður að sjá hvort Snorri Steinn breyti einhverju.

Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 14.30. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í undanúrslitum en við fáum ekki fleiri líflínu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top