Óðinn Þór gegn Ítalíu (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Fyrstu tveir leikir dagsins á lokadegi milliriðla á Evrópumeistaramótinu sem er haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð voru að ljúka er leikið var í milliriðlum eitt og tvö. Fyrsti leikur dagsins í milliriðli eitt var þegar Spánn og Portúgal mættust, Portúgal byrjaði leikinn af miklum krafti sóknar og varnalega og voru komnir í veglega stöðu á tímapunkti, Spánn náði að laga stöðuna rétt fyrir hálfleik þar sem staðan var 12-16. Seinni hálfleikur þróaðist að vissu leiti svipað en Portúgal aukaði tempóið og vann loks átta marka sigur 27-35 Fyrsti leikur dagsins í milliriðli tvö var þegar Slóvenía og Ísland mættust, Fyrri hálfleikurinn var afar jafn þar sem Ísland hafði þó yfirhöndina en með áhlaupum Slóvena hélst leikurinn jafn. Í seinni hálfeik setti Ísland tempóið á annað level og keyrði á Slóvenana og byrjaði þar af leiðandi Viktor Gísli að klukka bolta sem skorti í fyrri hálfleik. Lokatölur voru 31-39 á meðan hálfleiksstaðan var 16-18. Þessi úrslit þýða það að ísland hefur tryggt sæti sitt í undanúrslitum EM og það í þriðja skipti í sögunni. Þessi úrslit fyrir Portúgala þýðir það að þeir sitja í 3.sæti síns riðils eins og er og missa af sæti í undanúrslitum að þessu sinni. Úrslit dagsins: Spánn-Portúgal 27-35 Slóvenía-Ísland

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.