Hefur vaxið mikið og orðinn virkilega mikilvægur leikmaður
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Vaka Líf Kristinsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Farið var yfir frammistöðu Vöku Lífar Kristinsdóttur leikmanns ÍR í Olís-deild kvenna í síðasta þætti Handboltahallarinnar sem sýndur er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Vaka Líf átti frábæran leik í langþráðum sigri ÍR gegn botnliði Selfoss í Olís-deild kvenna um síðustu helgi. Þar sagði Rakel Dögg Bragadóttir gestur í Handboltahöllinni meðal annars að Vaka Líf væri búin að vaxa mikið og orðinn virkilega mikilvægur leikmaður fyrir ÍR og leikmaður sem er að höggva á hnúta fyrir ÍR með skotum fyrir utan en getur einnig fintað sig í gegnum varnir andstæðinganna.

,,Hún hefur vaxið og verið algjörlega frábær og var mjög dýrmæt í þessum sigri ÍR," sagði Rakel Dögg meðal annars.

Heil umferð fer fram í Olís-deild kvenna í kvöld.

18:00 ÍBV - Fram
18:30 Haukar - ÍR
19:00 KA/Þór - Stjarnan
19:30 Selfoss - Valur

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top