Eins marks sigur hjá Haukum gegn ÍR
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aníta Eik Jónsdóttir (Sævar Jónasson)

Haukar fengu ÍR í heimsókn á ásvöllum í kvöld.

Fyrir leik var ÍR í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig og Haukar í því fjórða með 15 stig.

Haukar byrjuðu sterkar og héldu forystunni allan fyrri hálfleik. Haukar fóru í hálfleik með tveggja marka forystu, hálfleikstölur 13-11.

Sama sinnis var í seinni hálfleik Haukar leiddu en ÍR aldrei langt frá þeim, fór svo að ÍR náði að jafna leikinn þegar um 6 mínútur voru til leiksloka og við tók spennandi lokakafli. Haukar náðu þá að endingu að sigla heim eins markar heimasigri, lokatölur 23-22.

Sara Dögg Hjaltadóttir hjá ÍR átti afbragðsgóðan leik á báðum helmingum vallarins, var með 9 mörk og 8 löglegar stöðvanir. Rakel Oddný Guðmundsdóttir hjá Haukum átti einnig góðan leik á báðum helmingum vallarins, með 7 mörk úr 9 skotum og 4 stolna bolta.

Svipuð markvarsla var hjá liðunum, hjá Haukum var Sara Sif Helgadóttir með 37,1% markvörslu eða 13 varða bolta, þar af mikilvæg varsla undir lok leiks. Hjá ÍR var Sif Hallgrímsdóttir með 14 varin skot eða 38,9% markvörslu.

Með þessum sigri voru sætaskipti á liðunum, Haukar fóru upp fyrir ÍR í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig og situr ÍR nú í því fjórða.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top