Einkunnir Íslands: Frammistaða sem skilaði okkur í undanúrslit
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Íslenska landsliðið er komið í undanúrslit Evrópumótsins eftir átta marka sigur á Slóveníu, 39-31 í lokaleik Íslands í milliriðli Evrópumótsins. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik 18-16. Í seinni hálfleik var Ísland hinsvegar töluvert sterkari aðilinn í leiknum og keyrði yfir Slóvenana.

Markvarslan var alls ekki nægilega góð í leiknum en það dugði þó til og sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik. Elliði Snær Viðarsson var markahæsti leikmaður Íslands í leiknum með átta mörk úr níu skot og var besti leikmaður Íslands að mati Handkastsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni.

Gísli Þorgeir var frábær í sókninni og þá lék Janus Daði Smárason vel á báðum endum vallarins. Óðinn Þór Ríkharðsson var á eldi í hægra horninu og Ómar Ingi Magnússon spilaði frábærlega eftir erfiða byrjun í leiknum.

Einkunnir Íslands má sjá hér:

Björgvin Páll Gústavsson - 4

Viktor Gísli Hallgrímsson - 4

Arnar Freyr Arnarsson - 6

Bjarki Már Elísson - 6

Einar Þorsteinn Ólafsson - 6

Elliði Snær Viðarsson - 9

Gísli Þorgeir Kristjánsson - 8

Haukur Þrastarson - 6

Janus Daði Smárason - 8

Orri Freyr Þorkelsson - 6

Óðinn Þór Ríkharðsson - 9

Ómar Ingi Magnússon - 8

Teitur Örn Einarsson - Spilaði of lítið

Viggó Kristjánsson - 5

Ýmir Örn Gíslason - 7

Þorsteinn Leó Gunnarsson - Spilaði ekkert

10 - Óaðfinnanleg frammistaða
9 - Frábær frammistaða
8 - Mjög góður
7 - Góður
6 - Ágætur
5 - Þokkalegur
4 - Lélegur
3 - Mjög lélegur
2 - Arfa slakur
1 - Óboðleg frammistaða

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top