
Zvonimir Srna ((Photo by Andreas Hillergren/TT / TT NEWS AGENCY / AFP)
Zvonimir Srna meiddist í leik gegn Slóveníu í gærkvöldi og hefur segulómun nú staðfest að hann er með slit í aðfærsluvöðva. Þar með er Evrópumótinu lokið hjá Srna, sem er mikið áfall fyrir liðið en þessu greindi handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. Dagur Sigurðsson eins og flestir vita er landsliðsþjálfari Króatíu en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins eftir 27-25 sigur á Ungverjalandi og ljóst að Króatía vann milliriðilinn sem Ísland lék í. Það stoppaði þó ekki Króata í að komast í undanúrslit en þeir unnu Ungverja rétt í þessu og eru komnir í undanúrslit á öðru stórmóti sínu í röð.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.