Þetta er stór stund fyrir okkur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (Johan Nilsson/TT / various sources / AFP)

Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslit Evrópumótsins með átta marka sigri á Slóveníu í gær, 39-31 í lokaleik Íslands í milliriðlinum. Ísland mætir fjórföldum heimsmeisturum Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins á annað kvöld klukkan 19:30 í Herning í Danmörku.

Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem Íslendingar leika um verðlaun á Evrópumótinu en Ísland endaði í 3.sæti á EM í Austurríki 2010 eftir sigur á Pólverjum í leiknum um bronsið. Það mátti sjá og heyra á íslenska landsliðsþjálfaranum, Snorra Steini Guðjónssyni í viðtali við EHF eftir leikinn hversu þýðingarmikið þetta væri fyrir hann, liðið og þjóðina.

„Ég er auðvitað ótrúlega ánægður. Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Þetta er stór stund fyrir okkur, því það gerist ekki oft sem við erum í undanúrslitum á stórmóti. Þetta er mikill heiður fyrir okkur í liðinu og stuðningsmennina okkar. Þetta var frábær leikur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson við EHF.

„Það er erfitt að benda á eitt. Við höfum átt nokkra mjög slæma kafla, sérstaklega í vörninni, og við vorum mjög óánægðir með það. Í dag vorum við líkari því hvernig við viljum spila, sérstaklega varnarlega. Þeir skoruðu vissulega mörg mörk úr vítaköstum, en í heildina var þetta miklu nær þeim leik sem við viljum spila. Og karakter leikmannanna var alveg frábær í dag.“

Fyrir Snorra Stein snýst undanúrslitaleikurinn ekki bara um einn leik, heldur um ferðalagið sem Ísland hefur farið í gegnum í milliriðlinum þar sem liðið hefur bæði farið í gegnum mótlæti og meðbyr.

„Ég held að þetta geri okkur sterkari. Við höfum farið í gegnum mikinn tilfinningarússíbana í þessum milliriðli. Við höfum farið bæði upp og niður en við höfum barist í gegnum þennan tíma saman sem lið. Auðvitað fengum við líka smá hjálp frá Ungverjalandi í gær, en við gripum tækifærið í dag sem gafst. Ég held að þetta muni gera okkur að sterkara og betra liði.“

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top