Sjáðu undanúrslitaleikinn frá sjónarhorni dómarans
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Lukas Jorgensen (Sebastian Elias / AFP)

Það verður bryddað upp á nýjung í undanúrslitaleikjunum tveimur á EM í handbolta næstkomandi föstudag en þá verður í boði svokölluð dómara myndavél eða ref cam eins og þetta kallast erlendis. Þá er hægt að sjá leikinn frá sjónarhorni dómarans og skyggnast betur inn í þeirra atburðarás.

Myndavélin sem verður staðsett á bringu dómaranna gerir áhorfendum kleift að sjá umdeild atvik og stóra dóma beint frá vellinum og alveg eins og dómararnir sjá hlutina í rauntíma. Þetta þýðir að áhorfendur muni sjá nærmynd af brotum, tæpum mörkum eða atvikum og til dæmis samskipti milli dómara og leikmanna.

Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi tækni verður notuð á Evrópumótinu en tæknin var notuð núna um daginn á HM kvenna á úrslitaleikjunum einnig.

Markmiðið með þessu er að gefa áhorfendum heima í stofu betri upplifun og svo þau skilji betur hversu erfitt er að vera dómararnir í svona mikilli pressu þar sem mikið er undir fyrir liðin sem eru að spila.

Undanúrslitaleikir á EM:
16:45 Þýskaland - Króatía
19:30 Danmörk - Ísland

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top