Bjöggi á leik í Olís deildinni fjórum dögum eftir lokaleik á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Björgvin Páll og Ómar Ingi (Sævar Jónasson)

Björgvin Páll Gústavsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í úrslitahelgi Evrópumótsins sem fram fer í Herning um helgina.

Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld klukkan 19:30 og leikur síðan til verðlauna á sunnudaginn, annað hvort um 1. eða 3.sætið. Króatía og Þýskaland leika í hinum undanúrslitaleik Evrópumótsins.

Athygli vekur að Olís-deild karla fer af stað eftir Evrópumótið strax á miðvikudaginn, þremur dögum eftir að EM lýkur. Valur átti að eiga stórleik á miðvikudaginn gegn Haukum en Haukar eru einungis tveimur stigum á eftir Val í deildinni. Valur er á toppi deildarinnar með 24 stig en Haukar eru í 3.sæti með 22 stig. Afturelding er í 2.sætinu með 23 stig.

Valsmenn óskuðu hinsvegar eftir því að leiknum yrði seinkað um einn dag og Valur varð að ósk sinni. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn í Valshöllinni klukkan 19:30.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top