Icelandair býður ekki upp á hópferðir – Heimsferðir flýgur til Billund á sunnudaginn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Johan Nilsson /AFP)

HSÍ hefur sent frá sér tilkynningu vegna miða á úrslitahelgina á Evrópumótinu sem fram fer í Herning um helgina. Ísland leikur í undanúrslitum gegn Danmörku annað kvöld klukkan 19:30 og leikið er síðan um úrslit á mótinu á sunnudaginn.

Erfitt hefur verið fyrir íslenska áhorfendur að nálgast miða á leikina og sagði Jón Halldórsson formaður HSÍ í viðtali í gær að HSÍ væri að reyna allt sem þau gæti til að nálgast fleiri miða. Miðað við tilkynninguna frá HSÍ virðist það hinsvegar ekki hafa skilað sér.

Heimsferðir hefur sett af stað pakkaferð til Herning á sunnudaginn fyrir Íslendinga sem vilja mæta á úrslitaleikina á sunnudaginn en hægt er að kaupa miða á leikina á sunnudaginn í gegnum miðasölusíðuna, Viagogo.

Hægt er að skoða nánari upplýsingar um pakkaferð Heimsferða til Herning hér.

Tilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands

Handknattleikssamband Íslands vill upplýsa að því miður verður ekki hægt að bjóða upp á hópferðir frá Íslandi á undanúrslitaleiki Evrópukeppninnar sem fram fara í Herning.

Ástæðan er skortur á miðum, sem gerir HSÍ og Icelandair ókleift að skipuleggja hópferðir að þessu sinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir við að fá miða frá mótshöldurum hefur það ekki gengið eftir, þar sem löngu er uppselt á úrslitahelgina. Ekki er heldur hægt að nálgast staka miða hjá HSÍ.

HSÍ hvetur þjóðina til að safnast saman fyrir leikina, senda strákunum okkar sterka strauma til Herning og mynda góða stemmingu heima fyrir á meðan leikjunum stendur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top