Haukar tilkynna komu Grétars Ara
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Grétar Ari Guðjónsson (Haukar)

Eins og svo oft áður tilkynnti Handkastið fyrsta allra miðla í morgun að Grétar Ari Guðjónsson væri á leið heim í Hauka eftir stutta dvöl hjá AEK í Grikklandi.

Nú hafa Haukar brugðist við og staðfest komu hans með tilkynningu á samfélagsmiðlum sínum.

Hvergi kemur þó fram í tilkynningunni hversu langan samning Grétar Ari gerir við Hauka en í tilkynningunni segir að hann sé kominn heim og muni klára tímabilið með Haukum.

,,Grétar Ara, sem verður þrítugur á árinu, þarf vart  að kynna fyrir Haukafólki en hann er uppalinn á Ásvöllum og lék sinn fyrsta leik fyrir  meistaraflokk Hauka 17 ára gamall árið 2013.  Grétar Ari varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016 og lék svo með Haukum fram  til ársins 2020 en seinustu 2 tímabilin var Grétar aðalmarkmaður Hauka og einn af betri  markvörðum deildarinnar. Árið 2019 var Grétar meðal annars valinn íþróttamaður Hauka eftir að liðið varð deildarmeistari og tapaði í úrslitaeinvíginu um  Íslandsmeistaratitilinn það árið," segir meðal annars í tilkynningunni frá Haukum.

Grétar lék í fimm ár í Frakklandi með Nice, Séléstat og Ivry áður en hann fór óvænt til AEK í sumar.

Haukar eru í 3.sæti Olís-deildarinnar með 22 stig og eru einnig í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Grétar Ari er fimmti leikmaðurinn sem snýr í Olís-deildina í vetur að hafa verið í atvinnumennsku erlendis.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top