wFH - wVíkingur (Brynja T.)
Í kvöld mættust FH og Víkingur í Grill 66 deild kvenna en leikið var í Krikanum.
Leikurinn var mjög jafn fyrstu 25 mínúturnar í fyrri hálfleiknum. Seinustu 5 mínúturnar áttu Víkings stelpur mjög góðan kafla og fóru inn til búningsherbergja með stöðuna 7-10 í hálfleik.
Í seinni hálfleik fóru Víkings stelpur í 7-14 eftir 5 mínútna leik. Þegar 10 mínútur lifðu leiks var staðan 11-20. Víkings stelpur héldu áfram sínu striki og kláruðu leikinn 16-23. Sanngjarn og öruggur sigur hjá stelpunum úr Safamýrinni.
Hjá FH var Sonja Szöke með 10 varin skot. Thelma Dögg Einarsdóttir var markahæst með 5 mörk.
Hjá Víking var Klaudia með 15 bolta varða í markinu. Hin norðlenska Auður Brynja Sölvadóttir var með 7 mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.