Króatar trylltir út í EHF – Dagur sagður ætla sleppa fjölmiðlaviðburð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dagur Sigurðsson (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)

Dagur Sigurðs­son, landsliðsþjálfari Króatíu, er sagður ætla snið­ganga fjölmiðla­viðburð á morgun fyrir undanúr­slita­leik Króata gegn Þjóðverjum á EM. Króatar eru brjálaðir yfir skipu­lagningu EHF í kringum úr­slita­helgina í Herning í Dan­mörk

Danski fjölmiðillinn Sportske novosti greindi frá þessu núna í dag en það er TV 2 í Danmörku sem vekur á því athygli að þar séu menn brjálaðir með að hafa þurft að ferðast með rútu frá Malmö í Svíþjóð yfir til Herning í Danmörku í morgun eftir að keppni í milliriðlum lauk. 

Króatar voru fyrir mjög ósáttir með skipulagningu EHF á keppnisfyrirkomulagi EM þar sem að þeir, líkt og önnur lið í milliriðli tvö, þurftu að spila tvo daga í röð og svo ferðast til Danmerkur í dag, degi eftir síðasta leik sín í milliriðlum og degi fyrir undanúrslitaleikinn á morgun. 

Króatar fengu enga gistingu í Herning og liðið þarf að vera í Silkeborg sem er um 40 kílómetrum frá Herning og héldu því fram að þeir væru einu sem væru þar en svo er ekki. Þýska landsliðið heldur einnig til þar í aðdraganda undanúrslitaleiksins.

Dagur Sigurðsson er sagður ætla sleppa fjölmiðlaviðburð á morgun á vegum EHF nokkrum klukkustundum fyrir undanúrslitaleikinn gegn Þjóðverjum en þetta kom fram í frétt Gol.hr og er einnig haldið fram að Dagur muni á blaðamannafundi króatíska landsliðsins í dag gera grein fyrir óánægju Króata með skipulagningu EHF á mótinu.

Vert er að taka fram að Króatar voru ekki einu sem þurftu að ferðast með rútu frá Malmö til Herning í morgun en samkvæmt öruggum heimildum Handkastins ferðaðist íslenska landsliðið einnig með rútu í morgun frá Svíþjóð og yfir til Danmerkur en Íslenska landsliðið er sagt fá gistingu í Herning.

Rasmus Boysen birti þessa mynd á samfélagsmiðlum í dag en hér má sjá mynd úr rútu Króata í morgun.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top