
Danmörk (Bo Amstrup /AFP)
Meiðsli hafa knúið danska línumanninn Emil Bergholt leikmanns Skjern í Danmörku til að draga sig úr leik á Evrópumótinu í handbolta en Danmörk verður andstæðingur strákanna okkar í undanúrslitum mótsins og hefst leikurinn klukkan 19:30 og fer fram í Herning. Læknateymi Danska liðsins staðfesti álagsmeiðsli sem þýðir að Bergholt missir af undanúrslitaleiknum á föstudag sem og úrslita- og bronsleikjum mótsins á sunnudag. Þetta er mikið áfall fyrir danska landsliðið, sem nú hefur aðeins tvo af sex línumönnum úr upprunalegum 35 manna hópi leikfæra. Lukas Jørgensen og Emil Bergholt hafa þurft að yfirgefa mótið vegna meiðsla, og þá eru Andreas Magaard og Frederik Ladefoged einnig frá vegna meiðsla.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.