Gísli Þorgeir Kristjánsson1 (Sævar Jónasson)
Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur gefið flestar stoðsendingar allra leikmanna á Evrópumótinu samkvæmt Sofascore. Gísli Þorgeir hefur alls gefið 29 stoðsendingar í þeim sjö leikjum sem Ísland hefur leikið á Evrópumótinu. Gísli Þorgeir og félagar í íslenska landsliðinu verða í eldlínunni í Herning í kvöld þegar undanúrslita leikir Evrópumótsins fara fram. Þar mætir Ísland heimamönnum í Danmörku klukkan 19:30 en klukkan 17:00 mætast Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson á hliðarlínunni með Þýskaland og Króatíu. Sander Sagosen hefur gefið næst flestar stoðsendingar, 28 talsins og Svissverjinn, Felix Aellen hefur gefið 23 stoðsendingar. Blaz Janc kemur næstur með 22. Mathias Gidsel er í 7.sæti yfir flestar stoðsendingar með 19 talsins en hann og Gísli Þorgeir mætast á vellinum í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason hafa báðir gefið 14 stoðsendingar hvor á Evrópumótinu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.