Mathias Gidsel (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)
Ásbjörn Friðriksson var gestur í síðasta þætti Handkastsins þar sem farið var yfir sigur Íslands gegn Slóveníu, hitað upp fyrir leikinn gegn Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins og miklu meira til. Í þættinum var Ásbjörn var beðinn um að nefna þrjú atriði sem hann hræðist fyrir leikinn í kvöld gegn Dönum sem hefst klukkan 19:30 og fer fram í Herning í Danmörku. Sóknarleikur Dana og seinni bylgjuna ,,Ég hræðist sóknarleik Danina og seinni bylgjunnar fyrir leikinn. Við þurfum að koma í veg fyrir að þeir komist í þá stöðu að geta hlaupið upp opinn völlinn. Mathias Gidsel ,,Finturnar og hreyfingarnar hjá Gidsel sóknarlega það hræðir mig” Hjálparvörn Íslands ,,Ég hræðist sóknarleik Dani þar sem þeir skapa stöður einn á móti einum og við þurfum alltaf að vera í hjálparvörnum. Danir eru líklega besta liðið að losa boltann á næsta mann og hann er kominn í rétt svæði. Annað hvort þá búinn að negla boltanum í markið eða koma boltanum niður í horn og það kemur sjaldan klikk þar. Það hræðist ég mest af öllu.”

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.