Trommur bannaðar í höllinni – Kúabjöllur leyfðar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sérsveitin (Johan NILSSON / TT News Agency / AFP)

Það verða ekki margir Íslendingar í Boxen höllinni í Herning í kvöld þegar Ísland og Danmörk mætast í undanúrslitum Evrópumótsins.

Gera má ráð fyrir því að í kringum 200-250 Íslendingar verða í höllinni en uppselt er á leikinn en Boxen tekur 14.500 manns í sæti. Seint í gærkvöldi bárust fréttir frá HSÍ þess efnis að Sérsveitin, stuðningsmannasveit íslenska handboltalandsliðsins hafi fengið örfáa miða á leikinn en það leit lengi vel út að Sérsveitin fengi enga miða á leikinn.

Nú er hinsvegar ljóst að Sérsveitin er á leið til Herning og verður í stúkunni en þó með engar trommur.

,,Nú þurfum við sko aldeilis að vera saman í stuðning við strákana okkar! Trommur eru bannaðar í höllinni. Ef þið eigið kúabjöllu endilega mætið með hana með ykkur!" skrifar Sérsveitin á Stuðningsmannahóp íslenska landsliðið á Facebook.

Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 19:30 í kvöld.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top