Alfreð verður fyrir áfalli fyrir undanúrslitaleikinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Tom Kiesler (Sina Schuldt / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þjóðverjar verða án Tom Kiesler vegna veikinda í undanúrslitum Evrópumótsins er liðið mætir Króatíu núna klukkan 16:45 í Boxen í Herning í Danmörku.

Það má því gera ráð fyrir því að að Johannes Golla og Justus Fischer fái meiri ábyrgð í miðri vörn Þjóðverja í leiknum í dag..

Tom Kiesler hefur ekki verið heill heilsu að undanförnu og er ekki í leikmannahópi Þjóðverja í leiknum í dag. Hann verður því utan hóps ásamt hornamanninum, Mathias Häseler.

Fjarvera Kiesler þýðir líklega að Johannes Golla og Justus Fischer munu mynda hjartað í vörn Þjóðverja ásamt Matthes Langhoff.

Um er að ræða fyrri undanúrslitaleik Evrópumótsins en klukkan 19:30 í kvöld mætast Ísland og Danmörk.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top