
Emil Nielsen (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)
„Við erum spenntir. Ég sé þennan leik eins og alla aðra leiki okkar sem við höfum spilað hingað til á mótinu. Við höfum verið undir pressu stærsta hluta mótsins og það er engin breyting á því í dag," sagði markvörður Dana og liðsfélagi Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá Barcelona, Emil Nielsen. Emil Nielsen var í viðtali við TV 2 Sport í Danmörku rétt áður en hann hóf upphitun fyrir undanúrslitaleik Danmerkur og Íslands sem hefst klukkan 19:30. Emil Nielsen hefur varið flest skot allra markvarða á Evrópumótinu en samherji hans og markvörður íslenska landsliðsins, Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið næst flest skot allra markvarða á EM. Það verður því fróðlegt að sjá hvor þeirra verður fyrir fleiri skotum í undanúrslitaleiknum sem framundan er.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.