Rasmus Lauge (Sina Schuldt / dpa Picture-Alliance via AFP)
Nikolaj Jacobsen þjálfari Danmerkur gerir eina breytingu á hópi sínum fyrir undanúrslitaleikinn gegn Íslandi sem hefst klukkan 19:30. Rasmus Lauge sem var Hvíldur í lokaleik Danmerkur gegn Noregi í milliriðlinum kemur inn í hópinn fyrir línumanninn, Emil Bergholt sem er meiddur. Mads Svane og Frederik Bo Andersen eru síðan áfram utan hóps en þeir hafa verið utan hóps Danmerkur í síðustu leikjum. Þjóðverjar tryggðu sér sæti í úrslitum Evrópumótsins með sigri á Króötum fyrr í dag. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort Alfreð Gíslason og félagar hans mæta Íslandi eða Danmörku í úrslitaleiknum í Herning í Danmörku á sunnudaginn.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.