Stelpurnar í U17 spila um bronsið eftir tap í dag
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stelpurnar spila um bronsið á morgun (HSÍ)

Stelpurnar í U17 ára landsliðinu töpuðu fyrir Þýskalandi rétt í þessu í undanúrslitum Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar 28-24.

Á morgun spila þær því um bronsið og mæta þar annaðhvort Sviss eða Hollandi.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og var fyrri hálfleikur jafn og spennandi og skiptust liðin á því að hafa forskotið. Staðan var jöfn í hálfleik 13-13.

Í seinni hálfleik áttu stelpurnar í vandræðum með framliggjandi 5-1 varnarleik Þjóðverjanna þar sem hin klóka Mia Fuchs, sem er markahæst í mótinu, spilaði fyrir framan þýsku vörnina og reyndist stelpunum okkar oft á tíðum erfið. Þýska liðið byggði forskot sitt hægt og örugglega það sem leið á seinni hálfleikinn og endaði á að sigra 28-24.

Þó ber að nefna að langt er síðan Ísland átti kvennalið á leikunum. Árangurinn hingað til er því frábær og enn medalía í boði fyrir íslenska liðið.

(HSÍ)
Stelpurnar máttu þola tap gegn sterku liði Þýskalands í dag (HSÍ)

Eva Lind Tyrfingsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk, Eva Steinsen Jónsdóttir, Hekla Sóley Halldórsdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir og Agnes Lilja Styrmisdóttir skoruðu 3 mörk hver, Vigdís Arna Hjartardóttir, Roksana Jaros og Ebba Guðríður Ægisdóttir skoruðu 2 hver og Guðrún Ólafía Marinósdóttir skoraði 1.

Danijela Sara B. Björnsdóttir átti góðan leik í markinu með 15 varða bolta og Erla Rut Viktorsdóttir varði 2.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 13
Scroll to Top