Daninn áfram með færeyska landsliðið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Peter Bredsdorff Larsen ((Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)

Daninn, Peter Bredsdorff-Larsen hefur framlengt samning sinn sem þjálfari A-landsliðs Færeyja og verður með liðið að minnsta kosti framyfir EM 2028 sem fram fer á Spáni, Sviss og Portúgal ef liðið kemst þangað.

Færeyska handknattleikssambandið tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun.

Þetta þyðir að Peter Bredsdorff-Larsen stýrir liðinu í tveimur næstu undankeppnum fyrir HM 2027 og EM 2028.

,,Bætingin á liðinu og úrslitin hjá A-landsliðinu undir stjórn Peter Larsen talar sínu áli. Hann hefur komið færeyska landsliðinu í tvígang á EM, bæði á EM í Þýskalandi 2024 og nú á EM 2026 í Noregi, þar sem Færeyjar unnu riðil sinn í undankeppninni. Liðið var nálægt því að komast á HM og áhuginn fyrir landsliðinu í Færeyjum hefur aukist mikið. Það sést á heimaleikjum okkar og stórum áhuga fyrir EM í Osló og á Peter stóran þátt í gengi liðsins," sagði Gunn Ellefsen frá HSF.

Daninn tók við færeyska landsliðinu árið 2021.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top