Selfoss tilkynnir komu Emelíu Óskar – Fram hafði áhuga
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir (Selfoss handbolti)

Eins og við í Handkastinu greindum frá í gær þá hefur Selfoss keypt Emelíu Ósk Aðalsteinsdóttur frá Fjölni. Selfoss staðfestir þetta í fréttatilkynningu nú í morgun en Emelía lék sinn fyrsta leik með Selfossi í gærkvöldi á Ragnarsmótinu er liðið vann Aftureldingu.

Gerir Emelía tveggja ára samning við Selfoss en hvergi kemur þó fram í fréttatilkynningunni að hún hafi verið keypt.

Emelía Ósk er 17 ára línumaður sem kemur frá Fjölni þar sem hún er uppalin. Emelía Ósk lék meðal annars með U-19 ára landsliði Íslands á EM í sumar í Svartfjallalandi.

,,Við bindum miklar vonir við Emelíu Ósk og það verður spennandi að sjá hana með meistaraflokki kvenna í vetur. Um leið og Handknattleiksdeild Selfoss býður Emelíu velkomna á Selfoss þá viljum við færa Fjölni þakkir fyrir þeirra þátt í félagaskiptunum." segir í fréttatilkynningunni.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Handkastsins reyndi Fram einnig að fá Emelíu til sín. Fram var hinsvegar ekki tilbúið að greiða þá upphæð sem Fjölnir vildi fá fyrir Emelíu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 32
Scroll to Top