Mun svífa vængjum þöndum í vetur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

541458200_1390338962819556_8326617621314793878_n (

Fjölnir eru búnir að tilkynna það á sinni Facebook síðu að Leifur Óskarsson hafi verið ráðinn þjálfari Vængja Júpíters í vetur.

Vængir Júpíters munu spila í C deildinni í vetur. Eða einfaldlega 2. deild eins og hún heitir. HSÍ hefur ekki enn gefið út mótaniðurröðunina fyrir 2. deildina í vetur.

Vængirnir eru venslalið Fjölnis manna og verður liðið væntanlega skipað eldri og yngri leikmönnum í bland þar sem léttleikinn verður í fyrirrúmi ásamt því að veita ungum leikmönnum brautargengi sem ekki eru tilbúnir í Fjölnis liðið í Grill 66 deild karla.

Leifur er einnig aðstoðarþjálfari mfl kvenna, þjálfar yngri flokka hjá Fjölni og er jafnframt íþróttastjóri hjá félaginu. Það er því óhætt að segja að það verði líf í tuskunum hjá honum í Grafarvoginum í vetur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 23
Scroll to Top