Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 1.umferð fari í Olís deild kvenna. KA/Þór – ÍBV (Laugardagur 13:30) / Sigurvegari: ÍBV Bæði lið koma inn í leikinn eftir sigur í 1.umferð. Sandra Erlingsdóttir flaug með himinskautum í 1.umferð og mun halda uppteknum hætti og niðurstaðan verður þægilegur sigur fyrir ÍBV. Stjarnan – ÍR (Laugardagur 14:00) / Sigurvegari: ÍR ÍR komu öllum á óvart og sigruðu Hauka á Ásvöllum í fyrstu umferð meðan Stjarnan fór í erfitt ferðalag norður og komu tómhentar heima. ÍR mun halda uppteknum hætti og verða með fullt hús stiga eftir 2.umferðir. Fram – Selfoss (Laugardagur 14:30) / Sigurvegari: Fram Selfoss voru gríðarlegar flottar gegn Val í fyrstu umferð og leiddu nánast allan leikinn en fengu því miður ekkert út úr þeim leik. Fram fór til Eyja og lenti í hakkavélinni hjá Söndru Erlings. Fram mun rétta sinn hlut af í þessari umferð og finna Selfoss á heimavellinum sínum. Valur – Haukar (Sunnudagur 15:00) / Sigurvegari: Valur Risa leikur strax í 2.umferð. Þessi lið mættust fyrir 2 vikum í meistari meistaranna leik þar sem Valur vann sannfærandi. Haukar töpuðu óvænt í 1.umferð á heimavelli og mæta stærðar til leiks gegn Val. Valur mun sína styrk sinn í þessum leik og skilja Haukastelpurnar eftir á botni deildarinnar með 0 stig eftir 2 umferðir.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.