Grænlensku landsliðin mæta til Íslands og leika gegn U20 ára landsliðunum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Díana Dögg Magnúsdóttir - Grænland (Ritzau Scanpix / AFP)

Grænlenska karla og kvennalandsliðið kemur til Íslands í æfingaferð í október. Þetta staðfesti Jón Gunnlaugur Viggósson íþróttastjóri HSÍ við Handkastið.

Grænlenska handknattleikssambandið gaf út leikmannahópa kvennalandsliðsins sem kemur til Íslands dagana 13. - 19. október en Jón Gunnlaugur segir að Grænlendingarnir séu að koma á eigin vegum.

Kvennalandsliðið leikur tvívegis gegn U20 ára landsliði Íslands en leikirnir fara fram dagana 16. og 18. október.

Kvennalandslið Grænlands mætti því íslenska á HM 2023 en þar hafði Ísland betur 37-14 en Grænland endaði í neðsta sæti á HM 2023 eftir tap gegn Íran 28-23 í lokaleik mótsins.

Karlalandslið Grænlands kemur síðan til Íslands dagana 27. október til 2. nóvember og leikur æfingalandsleiki gegn U20 ára karla landsliði Íslands dagana 30. október og 1. nóvember.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top