Alfa Brá Hagalín (Kristinn Steinn Traustason)
Það var sannkallað markaregn í Úlfarsárdalnum þegar Fram og Selfoss áttust við. Fram unnu leikinn 40-31. Selfyssingar byrjuðu leikinn talsvert betur og voru komnar með 3 marka forskot eftir um 15 mínútna leik. Þá kviknaði á Fram stelpunum og þær leiddu 20-17 í hálfleik. Þær juku svo forskotið jafnt og þétt í síðari hálfleik og unnu að lokum 9 marka sigur í 71 marka leik þar sem áhorfendur fengu svo sannarlega mikið fyrir peninginn. Haraldur Þorvarðarson er því kominn á blað með liðið sitt en Selfoss eru enn stigalausar eftir 2.umferðir. Markaskorun Fram: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 11 mörk, Hara María Friðgeirsdóttir 7, Valgerður Arndals 6, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 5, Kristún Steinþórsdóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Hulda Dagsdóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1. Markvarsla Fram: Arna Sif Jónsdóttir 6 varin, Ethel Gyða Bjarnasen 2 varin. Markaskorun Selfoss: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 9 mörk, Mia Kristin Syverud 5, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Eva Lind Tyrfingsdóttir 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1. Markvarsla Selfoss: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 7 varin.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.