Heimamenn höfðu betur í Suðurlandsslagnum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hákon Garri Gestsson (Sigurður Ástgeirsson)

Selfoss 2 og HBH (venslalið ÍBV) mættust í dag á Selfossi í Grill 66 deild karla.

Hart var barist og mikið skorað. Fór það svo að Selfyssingar unnu 35-30 eftir að staðan hafði verið 16-12 í hálfleik.

Hákon Garri var markahæstur hjá Selfyssingum með 9 mörk og Ísak Kristinn Jónsson átti frábæran leik með 20 varða bolta.

Hjá HBH skoraði Ívar Bessi 10 mörk og Sigurmundur Gísli Unnarsson varði 11 skot.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 22
Scroll to Top