Gyor eru ríkjandi Evrópumeistarar (EHF)
Það er nú orðið ljóst hvaða 16 kvenna lið taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en EHF tilkynnti það í dag hvaða sjö félög fengu svokallað "Wild-card" inn í keppnina. Áður landsmeistarar frá átta þjóðum unnið sér inn þátttökurétt í keppninni auk Esbjerg frá Danmörku sem lentu í 2.sæti heimafyrir en Danmörk er eina þjóðin sem á tvö sæti fast í Meistaradeild kvenna. Þau félög sem fengu staðfestingu um þátttökurétt í Meistaradeildinni í dag voru: Ikast Håndbold - Danmörk Þrjú félög sem höfðu sótt um inngöngu í keppnina urðu því að sætta sig við neitun. Það voru norsku félögin Sola HK og Tertnes Bergen auk rúmenska liðsins, CS Minaur Baia Mare. Team Esbjerg - Danmörk
RK Podravka Vegeta - Króatía
Brest Bretagne Handball - Frakkland
FTC-Rail Cargo Hungaria - Ungverjaland
DVSC Schaeffler - Ungverjaland
Gloria Bistrita - Rúmenía
BV Borussia Dortmund - Þýskaland
Hér má síðan sjá þau félög sem höfðu nú þegar unnið sér einn þátttökurétt í keppninni en ungverskaliðið Györi eru ríkjandi Evrópumeistarar eftir sigur á dönsku meisturunum Odense Håndbold 29-27 í úrslitahelginni sem fram fór í Budapest í upphafi júní mánaðar. Team Esbjerg sóttu bronsið eftir sigur á frönsku meisturunum í Metz Handball.
Odense Håndbold - Danmörk
Storhamar Handball Elite - Noregur
Metz Handball - Frakkland
Györi Audi ETO KC - Ungverjaland
CSM Bucuresti - Rúmenía
RK Krim Mercator - Slóvenía
OTP Group Buducnost - Svartfjallaland
HB Ludwigsburg - Þýskaland
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.