Tveir erlendir leikmenn yfirgefa Hörð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jonas Maier ((Eyjólfur Garðarsson)

Tveir erlendir leikmenn Harðar sem luku síðasta tímabili með félaginu í umspilinu um að komast upp í Olís-deildina hafa yfirgefið liðið. Hörður tapaði í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Gróttu í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni.

Um er að ræða Slóvakann, Oliver Rabek sem og Úkraínumanninum, Lubomir Ivanytsia.

Oliver Rabek sem er stór og stæðileg skytta kom til Ísafjarðar um síðustu áramót og lék fimm leiki með Herði í Grill66-deildinni og skoraði í þeim leikjum 12 mörk.

Lubomir kom einnig til Ísafjarðar um áramótin, lék sex leiki í Grill66-deildinni og skoraði 18 mörk. Hvorugur náðu sér á strik í umspilinu gegn Gróttu og skorðu þeir samtals fjögur mörk í einvíginu.

Við höfum einnig sagt frá því að, línumaðurinn Kenya Kasahara sé búinn að yfirgefa Hörð og að Portúgalinn, Pedro Nunez taki við liði Harðverja.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top