Leit að nýjum þjálfara í Mosó farin af stað
(Raggi Óla)

Kvennalið Aftureldingar er þjálfaralaust. ((Raggi Óla)

Handkastið greindi frá því fyrsta allra miðla að Jón Brynjar Björnsson þjálfari kvennaliðs Aftureldingar hafði sagt upp störfum og væri hættur með liðið af persónulegum ástæðum.

Handkastið hafði samband við Davíð Svansson formann meistaraflokksráðs kvenna hjá Aftureldingu og spurði hann aðeins út í aðdragandann.

,,Þetta kom mjög fljótt upp hjá þeim að þau kæmust út og fórum við strax næstu daga að hringja í þjálfara sem eru á lausu," sagði Davíð sem segir að félagið sé byrjað í viðræðum við nýjan þjálfara til að taka við liðinu en Afturelding leikur í Grill66-deildinni eftir að hafa endaði í 3.sæti í þeirri deild á síðustu leiktíð en tapað gegn Stjörnunni í úrslitum umspilsins um sæti í Olís-deild kvenna.

,,Við erum byrjuð í viðræðum og munum reyna að klára þetta fljótt og vel. Við erum bara að taka fyrstu skrefin í viðræðum þar sem bæði stjórnarfólk og þau sem við erum að ræða við eru í sumarfríum. Það er mikill metnaður hjá okkur og munum við setja markið hátt þegar við ráðum nýjan þjálfara," sagði Davíð að lokum í samtali við Handkastið.

Jón Brynjar tók við liði Aftureldingar fyrir ári síðan af Guðmundi Helga Pálssyni sem hafði þjálfað kvennaliðið í nokkur ár. Afturelding endaði í 3.sæti Grill66-deildarinnar en tapaði gegn Stjörnunni í umspili um laust sæti í Olís-deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top