Fanney Þóra framlengir við FH
(FH handbolti)

Fanney Þóra Þórsdóttir (FH handbolti)

Kvennalið FH sem leikur í Grill66-deildinni framlengdi samning sinn við reynslu mesta leikmann liðsins, Fanneyju Þóru Þórsdóttur í dag.

Fanney Þóra gerir eins árs samning við félagið. Fanney Þóra, sem er á 31 árs og er uppalin hjá FH, á að baki 177 leiki fyrir félagið. Hún hefur þrisvar sinnum verið kjörin handknattleikskona ársins hjá FH; 2017, 2018 og 2022.

,,Fanney getur bæði spilað í stöðu leikstjórnanda og skyttu og er sterkur varnarmaður," segir í tilkynningunni frá FH.

,,Við erum gríðarlega ánægð með að Fanney taki áfram slaginn með okkur. Hún er öflugur og reynslumikill leikmaður sem leggur gríðarlega hart að sér og mikil fyrirmynd innan sem utan vallar,” sagði Ágúst Bjarni Garðarsson formaður handknattleiksdeildar FH við undirskriftina.

FH endaði í 7.sæti Grill66-deildarinnar á síðustu leiktíð og komst ekki í umspilið um laust sæti í Olís-deildina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top