Myndskeið: Frábær “no look” stoðsending Bergrósar
(EHF)

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir (EHF)

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir leikmaður nýliða KA/Þórs í Olís-deildinni sem var valin bæði best og efnilegust í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð hefur spilað virkilega vel í fyrstu tveimur leikjum U19 ára landsliðs Íslands á EM sem fram fer í Svartfjallalandi.

Eftir tap gegn sterku liði Danmerkur í fyrstu umferð í gær, unnu stelpurnar sinn fyrsta sigur á mótinu í morgun þegar liðið mætti Litháen.

Í þeim leik skoraði Bergrós Ásta fimm mörk en í leiknum gegn Danmörku skoraði hún einnig fimm mörk og var markahæst íslenska liðsins í þeim leik.

Instagram síða EHF, Evrópska handknattleikssambandsins hefur verið virk á meðan á mótinu stendur að sýna frá flottum tilþrifum frá mótinu. Myndband af frábærri "no look" stoðsendingu Bergrósar í leiknum í dag á línumanninn, Guðmundu Auði Guðjónsdóttur leikmann Stjörnunnar hefur slegið í gegn, enda skal engan undra. Línusendingin er í meira lagi glæsileg. Sjón er sögu ríkari.

Ótrúleg "no look" sending Bergrósar má sjá hér að neðan:

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top